25 mars 2003

Þriðjudagurinn 25. mars 2003

Nú er enn ein vinnuvikan skollin á. Þetta líður svo hratt að ég á erfitt með að henda reiður á hvað hefur orðið af tímanum. Skyldi þetta vera aldurinn? Ég var að velta því fyrir mér hvað ég hefði verið að gera um helgina, án þess að muna alveg nákvæmlega hvað. Jú, var á netinu að skoða upplýsingar um Búdapest. Enda höfum við tekið stefnuna þangað á næstu vikum. Síðan við ákváðum að fara þessa ferð, þá hef ég aðeins verið að fylgjast með veðrinu þarna úti, og í dag er 18 gráðu hiti og sól. Betra getur það varla verið svona í lok mars.

Áramótaheitið
Ég er búin að vera með sama eða samskonar áramótaheit í mörg ár, en það hefur lítið farið fyrir því að standa við það hins vegar, þó svo að margar tilraunir hafi verið gerðar til þess. En nú á að taka á því. Ég er búin að panta tíma í kennslu í tækjasalnum hjá líkamsræktarstöðinni heima. Það er a.m.k. byrjunin. Nú á að reyna enn eina ferðina að vera ekki styrktaraðili líkamsræktarstöðva eins og ég er búin að vera svo oft. Hef byrjað með stæl, en endað jafn snögglega aftur. Hvað ætli það séu margir sem eru beinir styrktaraðilar á hverju ári. Ég held að það sé drjúgur hópur.

Stríð
Áfram heldur stríðið í Írak. Ég veit satt að segja ekki hvort ég á að trúa þeim fréttaflutningi sem okkur er boðið upp á. Hann byggist mikið til á óstaðfestum fréttum og getgátum. Og ég held að á meðan "bandamenn" stjórna fréttaflutningi þeim er berst úr landinu, þá álít ég að fjölmiðlar séu notaðir til að villa um fyrir heimamönnum. Hverju eigum við þá að trúa? Þetta er kannski eini miðillinn sem mark er takandi á. Ég vona að þetta fari að taka enda alltsaman. Ég veit samt ekki við hverju á að búast með Bush sem forseta, sbr. þessa sögu:

An aircraft is about to crash. There are five passengers on board, but unfortunately only 4 parachutes. The first passenger says "I'm Shaquille O'Neill, the best NBA basketball player. The Lakers need me, it would be
unfair to them if I died". So he takes the first parachute and jumps.

The second passenger, Hillary Clinton, says "I am the wife of the former President of the United States. I am also the most dedicated woman in the world, a Senator in New York and America's potential future President. She takes one of the parachutes and jumps.

The third passenger, George W. Bush, says " I am the President of the United States of America. I have a huge responsibility in world politics. And apart from that, I am the most intelligent President in the history of the country and I have a responsibility to my people not to die". So he takes a parachute and jumps.

The fourth passenger, the Pope, says to the fifth passenger, a ten year old schoolboy "I am already old. I have already lived my life, as a good person and a priest I will give you the last parachute".

The boy replies "No problem, there is also a parachute for you. America's most intelligent President has taken my schoolbag..."

20 mars 2003

Fimmtudagurinn 20. mars 2003

Óskarsverðlaunahátíðin
Þrátt fyrir Íraksstríðið þá er núna aðalmálið að létt 96,7 að Catherine Zeta Jones ætli að mæta á svið á Óskars-verðlaunahátíðinni, komin átta og hálfan mánuð á leið. Hún ætlar meira að segja að flytja lag úr Chicago myndinni, með sjúkrabíl tilbúinn við dyrnar, ef að barninu skyldi nú detta í hug að mæta á staðinn líka. Ekki eru áhyggjurnar stórvægilegar á þeim bænum.


Stríðsbrölt
Þá er það hafið, stríðið milli Bandaríkjanna og Írak. Úr þessu verður ekki aftur snúðið. Reyndar voru fyrstu árásirnar ekki eins kröftugar og búast hefði mátt við, en samt sem áður var ég að vona að sættir myndu nást fyrir þennan tíma. Ég tel Bandaríkjamenn þvílíka bjartsýnismenn að halda að þeir geti náð að sprengja Saddam Hussein til bana, ekki virðast þeir hafa náð Osama Bin Laden. Svo er Bush að boða langt og strangt stríð, sem hljómar frekar undarlega ef að þær fréttir eru réttar að meirihluti íraska hersins hafi hlaupist á brott strax í nótt.

17 mars 2003

Mér finnst alheimsástandið frekar óöruggt þessa dagana. Bush á leið með að ráðast inn í Írak án þess að hlusta á mótmæli annarra þjóða. Meira að segja er Bush gamli farinn að ráða þeim litla frá því að gera innrás ás samþykkis sameinuðu þjóðanna. Og kjölturakkinn Blair eltir hann þægur og stilltur þrátt fyrir mótmæli flokksbræðra sinna í verkamannaflokknum. Og Esb. er sundrað í afstöðu sinni til tilvonandi stríðs. Ég veit ekki alveg hvað þeir eru að hugsa, þeir minna helst á litla stráka í tölvuleik, sem hugsa ekkert út í það að þeir eru fullorðnir menn sem eru að reyna að ráðskast með líf annarra íbúa jarðarinnar. Það skyldi þó ekki vera rétt það sem sagt er að þetta snúist ekki um að hefta hryðjuverk, heldur sé um að ræða að ná yfirráðum yfir olíulindum í Írak. Hvað á þessi græðgi Bandaríkamanna eftir að kosta marga lífið? Og hvenær skyldu þeir fullorðnast?

Þetta finnst mér nú bráðfyndið...... Sumir finna sér greinilega "betri" svefnstað en aðrir.....

12 mars 2003

Ætli það sé ekki kominn tími til að láta eitthvað frá sér heyra núna. Síðustu vikur hafa verið mjög tíðindalitlar, og ég vil frekar skrifa ekkert heldur en að skrifa eitthvað bara til að skrifa. Reyndar hefur nú svo sem verið fjör í kringum Davíð blessaðan og hans vini og óvini, en það eru svo margir búnir að tjá sig um það að ég er ekkert að bæta við þá umræðu.

Í hvert skipti sem ég hef farið fram hjá skiltinu á Hellisheiði sem segir til um fjölda banaslysa í umferðinni, hef ég óskað þess að þetta skilti yrði sem lengst eins og það er búið að vera frá áramótum "enginn látinn á árinu", en því miður hefur mér ekki orðið að ósk minni. Sunnudagurinn varð því frekar svartur dagur í umferðarsögu landsins. Það lítur út fyrir að við Íslendingar sem hingað til höfum talið okkur til víkinga kunnum ekki lengur að aka í vetrarveðri eftir vorveðrið í allan vetur. Sextán bíla árekstur er heldur mikið. Svo gerum við þvílíkt grín að öðrum þjóðum sem loka öllu þegar það falla örfá snjókorn.

Nú er að koma að annasömu tímabili í vinnunni hjá mér. Skattframtölin eru komin inn um lúguna hjá gjaldendum og má búast við því að það verði margir sem hringi til að fá upplýsingar á næstu vikum. Það eru alltaf einhverjir sem ekki setja sig inn í að lesa bæklinginn sem fylgir með, heldur fara beint í að fylla út og hringja svo til að fá sömu upplýsingar og koma fram í bæklingunum. En það sem er oft á tíðum skemmtilegasta við þetta tímabil er þegar við hjálpum eldri borgurum með framtölin sín, þeir eru alltaf svo þakklátir fyrir hjálpina, sama hversu lítið það er sem þarf að færa á framtalið. Það bjargar oft annars annasömum dögum.