10 janúar 2011

Nýtt ár skollið á

Gleðilegt og farsælt ár og takk fyrir það gamla.

Það varð heldur lengra á milli færslna en ætlað var, og ég ætla ekki að lofa neinu um að bæta mig á þessu ári. Þessi áramót voru óvenjuleg hvað varðar áramótaheit, gaf þessu gamla, lúna og árlega áramótaheiti frí, hef hvort sem er ekkert verið að standa við það, þrátt fyrir góðan vilja í ársbyrjun. Ég þarf væntanlega ekki að tilgreina hvert það áramótaheit er, þeir sem þekkja mig vita um hvað málið snýst. Á þessu ári ætla ég að vera feit og falleg, ætti a.m.k. að geta staðið við annað af þeim, miðað við reynslu fyrri ára.

Jólin og áramótin gengu vel fyrir sig, en jólafríið leið allt of hratt, enda var heldur lítið um frí. Við eyddum áramótunum með mági mínum og fjölskyldu hans og tengdaforeldrunum, ásamt fleira fólki.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim