25 mars 2003

Þriðjudagurinn 25. mars 2003

Nú er enn ein vinnuvikan skollin á. Þetta líður svo hratt að ég á erfitt með að henda reiður á hvað hefur orðið af tímanum. Skyldi þetta vera aldurinn? Ég var að velta því fyrir mér hvað ég hefði verið að gera um helgina, án þess að muna alveg nákvæmlega hvað. Jú, var á netinu að skoða upplýsingar um Búdapest. Enda höfum við tekið stefnuna þangað á næstu vikum. Síðan við ákváðum að fara þessa ferð, þá hef ég aðeins verið að fylgjast með veðrinu þarna úti, og í dag er 18 gráðu hiti og sól. Betra getur það varla verið svona í lok mars.

Áramótaheitið
Ég er búin að vera með sama eða samskonar áramótaheit í mörg ár, en það hefur lítið farið fyrir því að standa við það hins vegar, þó svo að margar tilraunir hafi verið gerðar til þess. En nú á að taka á því. Ég er búin að panta tíma í kennslu í tækjasalnum hjá líkamsræktarstöðinni heima. Það er a.m.k. byrjunin. Nú á að reyna enn eina ferðina að vera ekki styrktaraðili líkamsræktarstöðva eins og ég er búin að vera svo oft. Hef byrjað með stæl, en endað jafn snögglega aftur. Hvað ætli það séu margir sem eru beinir styrktaraðilar á hverju ári. Ég held að það sé drjúgur hópur.

Stríð
Áfram heldur stríðið í Írak. Ég veit satt að segja ekki hvort ég á að trúa þeim fréttaflutningi sem okkur er boðið upp á. Hann byggist mikið til á óstaðfestum fréttum og getgátum. Og ég held að á meðan "bandamenn" stjórna fréttaflutningi þeim er berst úr landinu, þá álít ég að fjölmiðlar séu notaðir til að villa um fyrir heimamönnum. Hverju eigum við þá að trúa? Þetta er kannski eini miðillinn sem mark er takandi á. Ég vona að þetta fari að taka enda alltsaman. Ég veit samt ekki við hverju á að búast með Bush sem forseta, sbr. þessa sögu:

An aircraft is about to crash. There are five passengers on board, but unfortunately only 4 parachutes. The first passenger says "I'm Shaquille O'Neill, the best NBA basketball player. The Lakers need me, it would be
unfair to them if I died". So he takes the first parachute and jumps.

The second passenger, Hillary Clinton, says "I am the wife of the former President of the United States. I am also the most dedicated woman in the world, a Senator in New York and America's potential future President. She takes one of the parachutes and jumps.

The third passenger, George W. Bush, says " I am the President of the United States of America. I have a huge responsibility in world politics. And apart from that, I am the most intelligent President in the history of the country and I have a responsibility to my people not to die". So he takes a parachute and jumps.

The fourth passenger, the Pope, says to the fifth passenger, a ten year old schoolboy "I am already old. I have already lived my life, as a good person and a priest I will give you the last parachute".

The boy replies "No problem, there is also a parachute for you. America's most intelligent President has taken my schoolbag..."

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim