Stríðsbrölt
Þá er það hafið, stríðið milli Bandaríkjanna og Írak. Úr þessu verður ekki aftur snúðið. Reyndar voru fyrstu árásirnar ekki eins kröftugar og búast hefði mátt við, en samt sem áður var ég að vona að sættir myndu nást fyrir þennan tíma. Ég tel Bandaríkjamenn þvílíka bjartsýnismenn að halda að þeir geti náð að sprengja Saddam Hussein til bana, ekki virðast þeir hafa náð Osama Bin Laden. Svo er Bush að boða langt og strangt stríð, sem hljómar frekar undarlega ef að þær fréttir eru réttar að meirihluti íraska hersins hafi hlaupist á brott strax í nótt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim