07 júlí 2010

Sumarfríið langþráða

Á mánudaginn kom að langþráðu sumarfríi. Við mæðgurnar erum búnar að hafa það mjög gott heima, dundum okkur við hitt og þetta. Það góða við þetta sumarfrí er að það er ekkert planað, það gæti dottið í okkur að vera bara heima allan tímann í rólegheitunum, eða skella okkur eitthvað út í náttúruna og njóta þess að vera til. Það er gott að geta haft smá tíma til að gera ekki neitt.