14 september 2004

Heima

Sú tilfinning að eiga einhvers staðar heima er sérstök. Ég hélt að það tæki lengri tíma að upplifa hana aftur eftir að hafa yfirgefið húsið sem mér leið svo vel í frá fyrsta degi. Það hefur reyndar tekið aðeins lengri tíma að finna sig heima í nýja húsinu, en það er allt að koma. Þessi tilfinning heltist yfir mig þegar síðasta myndin var komin upp á stofuvegg og stofan var orðin alveg eins og við viljum hafa hana. Skítt með það þó öll hin herbergin í húsinu séu ókláruð.

Ég ætla seint að geta dásamað það að vera flutt í sama bæjarfélag og vinnan mín er í. Þetta er þvílíkur lúxus, geta gengið í vinnuna þegar mig langar til, sest upp í bílinn og verið komin í vinnuna innan við fimm mínútum síðar, getað skroppið heim í mat í hádeginu. Þetta er sældarlíf.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim