Sú var tíðin að ég dansaði stríðsdans í hvert skipti sem ég sá könguló eða hrossaflugu, og það ekki af gleði. En það er liðin tíð. Ég geri mér í rauninni enga grein fyrir því hvenær hræðslan við hrossaflugurnar fór, en eitt er víst að ef að hún væri til staðar núna þá væri lífið virkilega erfitt þessa dagana. Ég stóð mig að því í gær að vorkenna einni sem var í dauðateygjunum á baðherbergisgólfinu hjá mér. Það hefði ekki gerst fyrir nokkrum árum. En stóra spurningin er: Hvaðan spruttu allar þessar hrossaflugur???
Veröld Sonju
Vefur fyrir hugleidingar minar og dagbok
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim