Núna um helgina stendur mikið til hjá okkur gömlu skóla(kór)félögum úr fjölbraut. Af því tilefni var neðangreindur póstur sendur til þeirra sem taka þátt í þessu móti. Merkilegt að enginn skuli vera búinn að afboða komu sína ennþá ......... (reyndar fengu þessir sömu leiðréttingarpóst síðar, svo að enginn skaði er skeður ennþá .......)
Komið þið sæl
Nú hefur undirbúningsnefndin fundað og gert áætlanir fyrir
hina árlegu grillveislu "Fjölbrautaskólakórsvinaklúbbsins" og
vonandi eruð þið búin að ganga frá pössun fyrir börnin, hengja
pressuð kjólfötin og galakjólana inn í skáp og safna extra
skammti af góðu skapi, því nú eru aðeins örfáir dagar í hittinginn
okkar margfræga.
Mæting: Þar sem veðurspáin fyrir laugardaginn er einstaklega
góð, innfætt íslenskt slagveður, þá hefur verið ákveðið að færa
grillveisluna út og verður hún klukkan 8:00 að Ný-Sjálenskum
tíma á íþróttasvæði Mosfellinga að Tungubakka
Matseðillinn:
Forréttur: Njólasúpa með njóla og hundasúrum úr garðinum,
skolað niður með mysu
Aðalréttur: Vegalömb sem því miður voru ekki nógu góð í spretthlaupi,
krydduð með vega-salti og smurolíu ásamt þriggja ára gömlum
gleði-kartöflum úr Þykkvabænum sem ekki náðu að selja sig fyrir
áramótin 2001. Þessu öllu skolað niður með appelsínudjús blönduðu
með vatni.
Kvöldsnarl: Saltaðir skósólar úr rauðakrossgámnum í sorpu, ásamt
ógeðsdrykk a la 70 mínútur.
Ef að ég man rétt (er reyndar með afskaplega slæmt minni) þá var talað
um það í fyrra að allur hópurinn myndi deila með sér kostnaðnum, og
hefur nefndin reynt að stilla kostnaðnum í hóf. Ofangreindur matseðill
mun því kosta um 15.500 á mann, sem er alveg gjafprís, en hægt er að
lækka kostnaðinn þar sem ferðaávísanir mastercard verða teknar gildar.
Hittumst nú hress um helgina !!!!
Svo er að sjá hvort maturinn verði ekki öllum að góðu og allir skemmti sér eins vel og frekast er unnt eftir allar kræsingarnar ...................
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim