Um helgina komst ég í gang með að snyrta aðeins í kring um húsið, enda ekki vanþörf á eftir veturinn. ég var búin að fjárfesta í tveimur kössum af stjúpum og fóru Þeir í beðin meðfram húsinu og í potta á veröndina. Það er með ólíkindum hvað þessi blóm geta breytt útlitinu og lífgað upp á. Ég er a.m.k. farin að hlakka til Þegar Þær verða allar komnar í blóma. En það er óneitanlega mikið verk ennþá fyrir höndum í beðunum og í að hreinsa stéttunum. Svo er húsið innanhúss smám saman að verða hreinna og hreinna, og ég að verða tilbúin í að njóta sumarsins.
Í gærkvöldi fór ég með vinkonum mínum á kaffihús, nánar tiltekið á Kaffi París, en það kaffihús verður oft fyrir valinu hjá okkur. Við áttum notalega stund saman, en eins og venjulega þá flýgur tíminn alveg ótrúlega hratt og áður en við vissum af var klukkan að verða hálf tólf. Það var mikið líf í miðborginni í gærkvöldi, margir í kvöldgöngu enda veðrið alveg frábært og þegar við komum út var ennþá næstum alveg bjart. Það var líka virkilega gaman að fylgjast með mannlífinu og margt skrautlegt fólk á ferðinni. Við fylgdumst með sýningarstelpunum á leið til vinnu á Óðali, o.s.frv. Á austurvelli voru tveir strákar á stuttermabolum í leik með frisbídiska.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim