Jæja, þá eru páskarnir búnir og alvaran tekur við. Þessi vika er reyndar mjög stutt, aðeins þrír vinnudagar.
Það er ekki laust við að það taki mann samt smá tíma að komast inn í daglega rútínu aftur eftir letilíf síðustu daga og ofát í fermingar- og afmælisveislum. En þetta fylgir víst þessu tímabili. Ég fór í göngutúr í hádeginu með vinkonu minni í sólskininu og naut góða veðursins og það var alveg verulega erfitt að fara inn aftur úr veðurblíðunni. Ég get huggað mig við það að það verða líklegast fleiri svona dagar á næstunni, og þá hægt að fara í fleiri göngutúra. Kannski að á fimmtudaginn verði fyrsti sumardagurinn fyrsti í langan tíma sem stendur undir nafni.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim