Jæja, sælu-sumarfrísdagarnir á enda í bili, og við tekinn hinn hversdagslegi raunveruleiki. (mætti halda að ég hafi endanlega ruglast í fríinu mínu). Þetta sumarfrí var nauðsynlegt þó svo að það hefði mátt nýta á skynsamari hátt, og hálf skrítin hugsun að fyrir utan tvo til þrjá daga hafi ég ekki gert neitt af viti þessa eina og hálfu viku sem ég var í fríi. Eftir stendur að ég fór tvo daga á Selfoss, og einn daginn nýtti ég meðal annars í að tína ribsber og gera sultu úr þeim. Hvað varð af hinum dögunum átta ég mig nú bara ekki á. En svona eiga frí víst að vera, enda er ég endurnærð eftir þessa daga og tilbúin að ráðast á bunkana í vinnunni.
Veröld Sonju
Vefur fyrir hugleidingar minar og dagbok
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim