Það er komið sumar. Og gott betur, það er farið að styttast all verulega í verslunarmannahelgina, og eftir hana er ekki mikið eftir af sumrinu.
Þó svo að ég hafi ekkert skrifað síðan í apríl, þá er ekki þar með sagt að ég hafi verið með hausinn í sandinum allan tímann, þvert á móti, enda mikið búið að gerast í lífi kusu síðan þá.
Í september hættir kusan að vera Mosfellingur og gerist Hafnfirðingur í staðinn. Reyndar þarf fólk að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að gerast Hafnfirðingar, og ég sé fram á að ég nái þeim skilyrðum aldrei og verði þar af leiðandi aldrei annað en aðfluttur andskoti. Það er þó a.m.k. skárra en ekkert. Hins vegar gæti erfinginn sem væntanlegur er í desember uppfyllt skilyrðin og átt möguleika á því að hreppa titilinn.
Kusa hefur fyrir vikið verið lítið á faraldsfæti þetta sumarið, enda hefur betri helmingurinn haldið sig meira og minna um helgar í Borgarfirðinum við smíðar. Þó var tekinn afslöppunartími í Brekkuskógi í júní, og kom heimilisfólk endurnært heim úr þeirri ferð. Og ekki verður séð að mikill faraldsfótur verði á heimilisfólki þar sem eftir lifir sumars þar sem væntanlega verður nóg að gera í að setja pjönkur okkar í kassa fyrir flutningana sem standa fyrir höndum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim