19 desember 2003

Ég er eiginlega varla að trúa því að jólin séu á næsta leiti, þó svo að það er staðreynd að ég sé að komast í jólafrí þar til fram yfir áramót. Samt sem áður er ég komin í jólaskap eins og sönnum jólasveini sæmir. Og ég er komin lengra í jólaundirbúningnum en oft áður, búin að skrifa á öll jólakort og senda þau, kaupa nokkrar jólagjafir og pakka þeim inn meira að segja. Heimilið hjá mér lítur líka út eins og hálfgert jólasveinaheimili, enda getum við hjónin verið óttalegir jólasveinar svona stundum að minnsta kosti. Jólafríið verður líka kærkomið, og ég sé fram á að okkur takist í þetta skiptið að skreyta jólatréð áður en klukkan slær sex á aðfangadagskvöld.

Nú er bara að vona að Siggi stormur (eða Raggi rok) hafi rangt fyrir sér með að jólin verði rauð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim