12 september 2003

Annasamir dagar.

Gærdagurinn rann upp "bjartur og fagur" ef svo má að orði komast með roki og rigningu. Enda svo sem ekki við öðru að búast um miðjan september.

Eftir vinnu dreif ég mig heim og beið eftir mágkonu minni sem að var að byrja í reikningshaldi í háskólanum, en vantaði algjörlega nokkra undirstöðu í bókhaldi, enda var bókhald ekki kennd í menntaskólanum sem hún var í námi við. Við sátum vel við lærdóminn, og tíminn leið alveg óendanlega hratt, enda ekki á hverjum degi sem maður hefur jafn lærdómsfúsan nemanda sér við hlið......... enda stunda ég svo sem enga kennslu í þessum fræðum alla jafna.

Rúmlega níu var hringt bjöllunni, og fyrir utan stóð vinkona mín til að spyrja hvort ég væri ekki tilbúin í bíóið. Þá ákváðu námshestarnir að hætta lærdómnum og taka upp þráðinn síðar. Við vinkonurnar höfðum ákveðið að fara að sjá Magdalenes systers, í Háskólabíói, og á netinu kom fram að myndin ætti að byrja upp úr tíu. Þegar við mættum á staðinn, kom í ljós að myndin hafði verið sýnd klukkan átta og yrði ekki meira sýnd þetta kvöldið. Nú var úr vöndu að ráða. Þar sem við vorum nú komnar alla þessa leið þá nenntum við nú eiginlega ekki að snúa við og halda heim á leið aftur, svo að valið stóð á milli þess að fara á kaffihús eða athuga hvort við fyndum einhverja mynd í staðinn sem horfandi væri á. Stelpan í miðasölunni mælti með Sveet sixteen, og við ákváðum bara að slá til. Á miðan stóð að sýna ætti hana í stóra salnum, og þegar við komum þar inn var sviðið fullt af stólum og hljóðfærum, svo við vorum alveg vissar um að nú væri enn á ný verið að plata okkur, og við hefðum fengið miða á sinfoníutónleika. Myndin var hins vegar sýnd tuttugu mínútum síðar, en dróst eitthvað í viðbót út af töfum við að taka saman á sviðinu. Á endanum byrjaði samt myndin, og verð ég að segja að hún höfðaði engan veginn til mín, og illa farið með tímann. Það var langt liði á nótt þegar ég kom loksins heim.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim