Ný vinnuvika hafin
Helgin var búin áður en ég vissi af, og nú er hafin ný vinnuvika. Þetta var frekar róleg helgi, laugardagurinn var rólegur að mestu, þó var gerð smá tiltekt.
Í gær ætlaði bóndinn heldur betur að gera vel við konuna sína, fór út um allan bæ til að finna köku ársins, og endaði loksins á að finna hana í Hagkaup í Kringlunni. Hann fór sigri hrósandi að kassanum með síðustu kökuna, en obbobb obb. Veskið var heima. Nú voru góð ráð dýr, hann hringdi á endanum í frúnna sem kom og bjargaði málunum.
Um miðjan dag fórum við svo í bíltúr í góða veðrinu, fórum m.a. í Guðmundarlund, reitur skógræktarfélagsins í Kópavogi, og fengum við okkur göngutúr á þessu fallega svæði, og Elísa naut þess að leika sér. Síðan var keyrt út um allt hverfi við Elliðavatnið, og endað á smá rúnti um Heiðmörkina.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim